Sælir, ég er með Samsung DVD-M205 sem að mér var sagt að hægt væri að opna með kóða á fjarstýringunni af afgreiðslumönnum Elko (þar sem spilarinn var keyptur). Ok þeir segja mér að það sé blað inní kassanum með kóðanum. Ég kem heim, ekkert blað í kassanum. Fer á netið eftir að hafa bölvað sölumanninum í svona korter og finn kóða sem virkar á samsung spilara (átti að virka á alla samsung). Prufa kóðann og viti menn… ekkert gerist.
Ok bölva sölumanninum í góðan hálftíma en spái svo ekki mikið meira í því vegna þess að ég var ekki með neina region1 diska.

Núna hinsvegar hefur fjölskyldumeðlimur náð sér í region1 diska og pressan er á mér að redda málunum (þið þekkið þetta: “hurru geturur ekki reddað þessu, reddaðu þessu nú, hvað ertu ekki ennþá búin að redda þessu???”)

Þannig að það væri alveg gífurlega vel þegið ef einhver snilligurinn gæti bent mér á lausn á þessu vandamáli áður en ég er kvabbaður í kaf.<br><br><i>“Give a man fire and he's warm for a day, set fire to him and he's warm for the rest of his life”</i> -TP