Það eru fínir dvd spilarar á allt niður í 9.995 kr í Radíóbæ í Ármúla Reykjavík. Eitt það fyrsta sem ég set fyrir mig varðandi dvd spilara eráð hann Á að geta spilað öll svæði (region 1, r2, r3 o.s.frv.) og það óháð RCE kóða ruglinu (spjall um það annarsstaðar) Ég þekki ekki Tatung spilarann sérstaklega (maybe no news is good news). það er ekki einhver einn mælikvaði til sem segir dvd spilara góðan. Það er spurning um “hvað villt þú geeta gert”. T.d. keypt diska frá Ameríku og Asíu og ekki þurfa að hugsa um hvort spilarinn ráði við diskinn, tengja við heimabíó og hlusta á geisladiska/mp3 kaupa tónleika á dvd. O.s.frv.
Hvað varðar myndina þá eru sumir spilarar alveg glataðir þegar skipta þarf um “lag” (enska: layers). En langflestar myndir eru á 2 lögum og getur komið smá pása í myndina á meðan spilarinn skiptir á milli “laga” (ef spilarinn er lélegur þá getur þetta verið einstaklega pirrandi) Ef þá ert einhverju nær þá bara skrifa meira :)
___________________________________________________