Ég leita að hrollvekju sem var spiluð nokkuð oft á Bíórásinni fyrir nokkrum árum. Myndin gerðist að all stórum hluta á flugvelli (Og nei, þeta er ekki The Langoliers).
Söguþráðurinn var einhvernvegin þannig að fullt af fólki einangraðist á flugvelli, smátt og smátt komust þau að því að einhverskonar geimverur voru að gera innrás á jörðina. Geimverurnar gátu einhvernvegin dulbúið sig sem manneskjur/tekið sér bólfestu í þeim.
Í eina atriðinu sem ég man nokkuð vel eftir var fólkið að athuga hvert þeirra væri geimverur með því að skiptast á að renna sér í gegnum draslið sem handfarangur fer allajafna í gegnum á flugvöllum.
Ég er ekki alveg viss hversu gömul þessi mynd er en myndi giska á að hún væri einhverntíman seint frá 10. áratug síðustu aldar.
Einhver einhverju nær?