Mér fannst fyrri Blade myndin mjög léleg mynd svo ég bjóst ekki við miklu af þessari. Þessi mynd kom mér hinsvegar mjög á óvart og er mun meira spennandi en fyrri myndin og það er fullt af flottum senum. Blade er líka alveg jafn töff og í fyrri myndinni. í þessari mynd þarf Blade að ganga í lið með nokkrum fyrrverandi óvinum sínum sem höfðu verið þjálfaðir í 5 ár til að drepa Blade. Markmið þeirra er að tortíma nýrri vampírutegund í Prag sem nærast á blóði annarra vampírra. Það er nokkuð ógeðslegt að sjá þessi skrímsli opna munninn en það er eins og hakan og allt það sé hluti af munninum. Þessi mynd gerðist að mínu mati allt of hratt og sum atriðin voru mjög óraunveruleg. Blade II er samt ágætis skemmtun að mínu mati þó að þetta sé engin stórmynd.

6/10
<br><br><hr>
<a href="http://kasmir.hugi.is/ari218“>kasmir - <a href=”mailto:ari218@hotmail.com“>ari218@hotmail.com - <a href=”http://www.geocities.com/kassagitar/home">geocities
<h