Ég ætlaði að skella mér á Thor en hætti við er ég sá að hún væri einungis sýnd í þrívídd. Ég er flogaveikur og fyrir mér þá virðist þrívídd vera óþarfa áhætta. Ég á alveg nógu erfitt með blikkandi ljós í 2-D.
Eru einhverjir flogaveikir 3-D unnendur hér á Huga eða hafið þið heyrt einhverjar reynslusögur frá fólki með flogaveiki sem hefur farið á 3-D sýningar? Er manni óhætt að fara á slíkar sýningar?