Það er mjög langt síðan ég sá hana en ég man að hún gerðist í svona ghetto hverfi og það kom einhver nýr kennari(hvítur) í skólann að kenna og hann gerði hafnaboltalið(eða fótbolta) fyrir krakkana svo þeir hefðu einhvað að gera, ég held allavega það hafi verið kennarinn … og ég man að það var einn krakkinn sem var svo lítill(ungur) að hann fékk aldrei að keppa með þeim.
Ég man líka að þar sem krakkarnir bjuggu þá sátu þau alltaf á gólfinu i íbuðunum því ef þau voru fyrir ofan gluggana þá gátu þau orðið fyrir skotárás.. og ég er nokkuð viss um að litli krakkinn sem fékk aldrei að keppa eða systkinið hans var skotin til bana þarna
veit þetta er frekar óljóst en væri vel þegið ef einhver veit hvað þessi mynd heitir :)
Bætt við 16. apríl 2011 - 21:52
fann hana haha…