Velta fyrir mér árinu 2010 í kvikmyndum.

Margar standa út að mínu mati og fannst mér þetta virkilega gott kvikmyndaár en það sem stendur uppúr að mínu mati er Inception og svo er ég rooosalega hrifinn af Scott Pilgrim og mér fannst The Social Network einnig mjög mjög vel gerð.

Ég er aðeins hálfnaður með Black Swan en mun klára hana fyrir áramót, er bara svo ruglað önnum kafinn! En hún kemur sterklega til greina ef endirinn er ekki það sem ég býst við. Svo á ég eftir að sjá Tron Legacy.

Aðrar virkilega góðar myndir voru Toy Story 3, How To Train Your Dragon, Kick-Ass, Shutter Island og fleiri.

Annars fannst mér Alice in Wonderland svakalegt let down, Cop Out líka, Robin Hood, Clash of the Titans, The Expendables, Legion, Wolfman, Jonah Hex, Dinner for Schmucks, Lightning Thief, og alveg slatti af öðrum myndum sem ég fýlaði alls ekki.

Hlakkar SVO mikið til næsta kvikmyndaársins. SVO MIKIÐ AÐ FARA AÐ KOMA ÚT! Arrested Development myndin!! ný mynd með Simon Pegg og fleira !! .. svo á ég eftir að sjá Narnia 3, en ég er hræddur um að hún verði lélegri en númer 2 sem var fín, en númer 1 fannst mér virkilega góð.

Á eftir að sjá 13 og Stone, er með báðar en þarf að bíða þar til eftir áramót, býst við myndum uppá 5,5-7,5 í sirka-einkunnaskalanum sem er frá 1-10 og er notaður á imdb/rotten. BTW ekki horfa á Valhalla Rising


Honorable mentions: Red, Iron Man 2, Youth in Revolt, Brooklyn's Finest, Green Zone, She's Out of my League (kom skemmtilega á óvart), Hot Tub Time Machine, Prince of Persia, Get him to the Greek, Due Date, The Other Guys var fín ekkert meira, Machete, Easy A (kom á óvart) og MacGruber.

Já ég held mikið uppá Michael Cera, þó að það sé í tísku að vera á móti honu

Og já, ég HATAÐI Book of Eli. Mikið.

Og já, ég hef séð svona 90% af þessum lista http://teaser-trailer.com/movies-2010.html