Eigið þið eitthvað þannig?
Ég get ekki valið eitt þannig að ég tek bara nokkur eftir ákveðnum genre.
Inniheldur marga spoilera.
Hasar/Sci-Fi: Endirinn á Terminator 2. Ótrúlega (kaldhæðnislega) mannlegt.
Teiknimynd: Ave Maria - Fantasia (Hellfire úr Hunchback úr Notre Dame og “svikaatriðið” á Animal Farm eru nálæg).
Glæpamynd. Atriðið í City of God þegar strákur sem var að hanga með Lil'Zé þarf að ákveða hvorn af strákunum í krakkagenginu hann á að drepa.
Drama: Allt dómsatriðið í To Kill a Mockingbird
Fantasía: Eftir allt það sem föruneytar hringsins í Jackson útgáfunum af Lord of the Rings, þá var hræðilegt að horfa upp á endinn þegar Frodo yfirgefur þá.
Sannsöguleg: Hef ekki séð margar. Endirinn á Schindler's List
Hryllingsmynd: Efast stórlega um að eitthvað eigi eftir að toppa atriðið í Alien þegar geimveran skíst út úr líka eins föruneytans. Kannski ekki beint kröftugt en samt…
Independent: Svipbrigðin og tónninn þegar Johnny sagði: You are tearing me apart, Lisa. úr The Room lætur mig alltaf fá tár í augun.
Söngleikur: Pleasure Island úr Pinocchio
Mystery: Vandinn við þessar myndir er að þær hafa oft tvista sem eru orðnir svo frægir (eða fyrirsjáanlegir) að ég vissi af þeim áður en ég sá myndina. Eina rosalega góða myndin sem ég man eftir þar sem ég vissi ekki tvistinn var endirinn í Se7en. Ein af ástæðunum af hverju mér finnst hún vera betri en Fight Club.
Rómantík: Endirinn í Titanic. Þrátt fyrir heimsku rétt áður (Ég man þetta ekki nákvæmlega en af hveru henti Rose nistinu í vatnið? Gat hún ekki allt eins látið rannsóknarfólkið sem var að leita að þessu fá nistið).
Stríð: Dauði Elias í Platoon. Tónlistin gerir atriðið ennþá betra.
Vestri: Getið þrisvar. Úr The Good, The Bad And The Ugly
Og af þessu ári eru eftirtaldir:
Endirinn úr Shutter Island
Klæmax/endir Toy Story 3
Trukkurinn úr Enter The Void
Og áreiðanlega mörg önnur sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
Ykkar?