Jæja nú hefur eitthver samviskusamur tekið upp á því að taka burt allar þýðingarnar. Það er svo sem í lagi, en ég spyr þann hinn sama(99% líkur á því að hann sé á huga) Hvers vegna í fjandanum þarftu að taka burt þýðingar á myndum sem flestir Íslendingar þekkja á þýddu nöfnunum.

Ókindin
Einræðisherran
Sjö samuræjar(nú er Japanska nafnið komið)
Þrúgur Reiðinnar
Konungur Ljónanna
Fílamaðurinn
Emil í Kattholti

Næstum allar teiknimyndirnar, Toy Story sleppur jú því þær eru jú kallaðar Toy Story hérna á Íslandi, en hellingur af öðrum myndum sem eru virkilega betur þekktar undir þýdda nafninu en annað, og auðvitað tók einhver erkihálfvitinn og regiðfíflið að sér að breyta því til að fullnægja enskustandpínunni sinni.

Samt er Lord of the Rings ennþá á Íslensku nöfnunum, þótt flestir kalli þær myndir ensku nöfnunum, furðulegt en satt.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.