Enter the Void
Í gærkvöldi ákváðum við að tjékka á myndinni Enter the Void, vitandi að hún hafi fengið þó nokkur verðlaun og átti víst að vera góð. Það er skemmst frá því að segja að þessi mynd er mesta drasl og sori sem að ég hef séð. Hún gaf mér hausverk mest allan tímann, hún virtist vera algjörlega stefnulaus á köflum og drepleiðinleg í þokkabót. Ég hef aldrei beðið þess með jafn mikilli eftirvæntingu að einhver mynd yrði búin. Ég kom þó mjög ánægður út úr salnum því í lokin fannst mér drepfyndið hvað ég vissi nákvæmlega ekkert hvað ég hafði verið að horfa á. Kvikmyndatakan var þó frumleg, en þreytandi, restin var drasl.