Ég get engan veginn munað hvað hún heitir, mundi skyndilega eftir henni um daginn og í minningunni er hún góð. Sá hana árið 2002, held að hún hafi verið tiltölulega ný þegar ég sá hana. Hún er um bandaríska konu sem sér “sýnir” úr lífi einhverrar írskrar konu frá því í kringum 1930, sem á þó nokkur börn og mann sem er ógeðslegur (þ.e. vondur við hana og börnin). Í eitt skiptið sér hún “sýn” af einum syni hennar að veiða kanínur í gildrur með pabbanum, ein kanína lendir í gildrunni hans en strákurinn sleppir henni lausri áður en að pabbi hans sér hana því hann vill ekki láta drepa hana.

Konan (sú bandaríska) verður á endanum þreytt á þessum sýnum og forvitin um þetta og fer til Írlands til að komast að því hvort að fólkið hafi verið alvöru eða eitthvað (man ekki alveg) og finnur svo strákinn sem sleppti kanínunni (þá væntanlega orðinn gamall karl). Hann bregst illa við þegar hún segir honum frá því sem hún hefur séð frá fjölskyldunni hans, trúir henni allavega ekki og ætlar að vísa henni burt en hættir við þegar hún segist vita að hann sleppti kaníunni og segir henni frá öllu sem henti fjölskyldu hans. Mamma hans eignaðist enn annað barnið og eftir það sagði læknirinn hennar henni og manninum að þau megi ekki eignast fleiri börn því að hún muni ekki lifa það af. Maðurinn, verandi the douchebag that he is, vill greinilega losna við hana, því hann nauðgar henni þannig að hún verði ófrísk aftur, svo deyr hún eftir að barnið fæðist, en rétt áður en hún deyr biður hún son sinn (þennan sem sleppti kanínunni) um að halda fjölskyldunni saman eftir að hún deyr. Það tekst ekki hjá syninum því pabbinn var vondur við þau, þannig að á endanum voru þau sett í fóstur og honum hefur liðið illa síðan af því hann efndi ekki loforðið sem hann gaf mömmunni á dánarbeðinu hennar.

Er einhver sem kannast við þessa lýsingu og veit jafnvel hvað myndin heitir? : D