Ok. Í fyrsta lagi, þegar ég skrifaði þetta var systir mín, (sem er 21 árs) einu sinni ekki heima, hún var að vinna, og hún reykir ekki og hefur aldrei verið í sambandi með strák. Þú átt kannski erfitt með að trúa því en það er hægt að vera 21 árs og hafa aldrei verið í sambandi.
Í öðru lagi á hún enga tölvu, við eigum bara tölvu á ganginum þar sem allir eru.
Í þriðja lagi, hvað veldur því að þú haldir að það séu bara 12 ára krakkar og yngri sem halda upp á High School Musical og CAMP ROCK (ekki Band Camp!)? Hefurðu t.d. séð video frá tónleikaferð High School Musical og Camp Rock? Það voru flest allir þar yfir 12 ára! Ég hefði farið ef ég hefði getað! Ég er 17 ára og mér finnst ekkert að því að mér finnist gaman að High School Musical, Camp Rock og öllu Disneytengdu (fyrir utan Miley Cyrus sem ég þoli ekki) og Justin Bieber. Ég á marga vini sem halda t.d. upp á HSM, Camp Rock, Justin Bieber ofl. og þau eru á sama aldri og ég eða eldri! T.d. á ég vinkonu í Belgíu sem elskar High School Musical og Zac Efron út af lífinu, og hún er 23 ára.
Í fjórða lagi, þú mátt alveg hafa þína skoðun en það er bara staðreynd að þó það séu margir sem þola ekki High School Musical, Zac Efron, Camp Rock, Jonas Brothers ofl. þá eru samt þvílíkt margir sem fíla það! Hvaðan helduru að allar þessar vinsældir koma?? Þú þarft að fara að tékka meira á þessu, þú veist greinilega ekkert um þetta.
Í fimmta lagi ert þú bara óþroskaður gaur sem átt þér ekkert líf, því ég á mér allavega líf þó þér finnist það sorglegt líf! T.d. þoli ég ekki Miley Cyrus/Hannah Montana en ég er ekki að dissa aðdáendur hennar því það er bara rosalega ljótt. Þeir sem fíla Miley mega alveg fíla hana en ég bara fíla hana ekki. Eins og þú fílar ekki allt þetta Disney “kjaftæði”, þú mátt það alveg, en ég má fíla það í friði.