Án gríns, mér finnst þessi uppbygging á ofangreindum myndum vera mesta áhorfsfullnæging ever! Þið vitið kannski hvað ég á við en ég er meina þegar myndin byrjar án þess að kynna karaktera sérstaklega og byggja upp ákveðinn grunn fyrstu 20, 30 jafnvel 50 mínúturnar. Sem er mjög algengt í bíómyndum, sérstaklega Harry Potter til dæmis. Ég er tala um þegar myndin byrjar bara á fullu og heldur manni spenntum ALLAN FOKKING TÍMANN næstumþví :), og kynnir fyrir manni karakterana og mikilvægustu hlutina í gegnum alla myndina.
Tökum sem dæmi í Inception þá vöknuðu spurningar á svona 5 mínútna fresti og maður fékk svar við nánast öllum seinna í myndinni. Þetta hélt myndinni svo fokking spennandi og hún leið alveg rosalega hratt. Flest svona aksjón atriði í myndum eru nefnilega oftast í endann og í svona 20 mín og þau eru frekar fyrirsjáanleg en í Inception þá var aksjón ALLAN TÍMANN og ekki svona eins og í James Bond þar sem myndin fer alltaf upp og niður upp og niður(rólegt atriði, hasar, rólegt, hasar). Inception heldur nefnilega spennunni allan tímann þótt að myndin sé í rólegri kantinum stundum, það er bara svo mikil sálfræðileg spenna í gangi að maður er alveg á nálunum. FOKK HVAÐ INCEPTION ER GÓÐ.
Bætt við 31. júlí 2010 - 01:00
Já og vitiði um einhverjar fleiri myndir sem eru byggðar upp svona?