Allt sem gerist í myndinni er draumur.
Konan hans spyr hann hversu mikið hann hald að heimurinn sé raunverulegur þar sem hann er eltur af einhverju fyrirtæki út um allan heim, hún biður hann um að koma aftur í raunveruleikann. Þetta gerist í senu sem við vitum að er draumur. En það gerist einnig í senum sem sumir halda að sé raunveruleikinn, faðir Cobbs biður hann um að snúa aftur til raunveruleikans.
Jafnvel betra dæmi er eltingaleikurinn í Mobasa sem þið haldið að gerist í raunveruleikanum, en þá reynir Cobb að flýja undan þeim með því að fara milli tveggja húsa en allt í einu byrjar bilið á milli þeirra að minnka, gott dæmi um kvíðamóment í draumi. Svo þegar hann loks kemst út þá birtist Saito upp úr þurru og bjargar honum.
Varðandi totemin þá er totemið hans Cobbs spólan sem á víst að halda áfram að snúast endalaust í draumi, en eiga að detta á endanum í raunveruleikanum. Sumir vilja halda því fram að það að spólan detti í sumum senum sé sönnun á því að hann sé ekki að dreyma. Vandamálið er að Cobb átti ekki alltaf spóluna, hann fékk hana frá konuni sinni sem drap sig því hún trúði því að henni væri enn að dreyma.
Ef við skoðum sjálfsmorðssenun eins og Cobb man eftir henni þá var hún beint á móti honum en í húsinu á móti sem er frekar skritið. Þegar hún stekkur skilur hún spóluna eftir og ef hún hafði rétt fyrir sér um að heimurinn væri draumur þá er staðreyndin að spólan snúist eða ekki meiningarlaus því að þetta er draumur hvort eð er og það er ekki hægt að sanna raunveruleikann með spólunni.
Ef þið spilið myndina aftur með þetta í huga þá sjáiði framvindu draumsins. Eins og var sagt í myndinni þá sýnist draumurinn raunverulegur þangað til að þið vaknið og áttið ykkur á að eitthvað var skrítið. Raunveruleikasenurnar eru einmitt fullar af þessu, það virtist raunverulegt á meðan þið horfðuð á myndina en ef þið hugsið aðeins eftirá þá eru þær mjög skrítnar. Grunnatriði draumadeilungunnar eru einnig ótrúlega óskýrar, einhver rör og takki? Allt þetta er undirmeðvitund Cobbs að fylla út í eyðurnar á meðan myndin gengur.
Ég hélt líka fyrst að þetta væri ekki draumur en eftir langar rökræður þá áttaði ég mig á þessu og myndin verður betri fyrir vikið.
Annað sem ég vil bæta við fyrir advanced áhugamenn sem ég fattaði ekki sjálfur heldur las ég það í grein sem gerði myndina enn betri.
Þessi mynd fjallar um kvikmyndagerð, Cobb er leikstjórinn, Arthur er framleiðandinn, Ariadne er rithöfundurinn, Eames er leikarinn, Yusuf er tæknimaður, Saito er fundings og svo loks er Fischer áhorfandinn (eða við).
Ef þið hafið séð 8 1/2 eftir Fellini þá sést þetta.