Já, hann veit hvernig tótemið sitt virkar en það veit það enginn annar. Þessvegna er svo mikilvægt að aðrir komist ekki yfir tótemið manns því þá þjónar það ekki lengur tilgangi sínum. Segjum að hann vilji gá hvort hann sé í draumi eða ekki. Hérna er rökrétt útskýring á því hvernig tótemið virkar:
1. Draumur hjá honum sjálfum.
Gerum ráð fyrir því að hann sé sjálfur arkítektinn. Þá ræður hann algjörlega hvað gerist í draumnum. Hann getur, eins og stelpan gerði, snúið upp á þyngdarlögmálið, byggt brýr með huganum, stiga sem eru ekki rökréttir osfr. Þar af leiðandi getur hann líka stjórnað tóteminu. Ef hann snýr því og hugsar “ég ætla að láta tótemið snúast endalaust” þá snýst það endalaust. Þannig veit hann að hann er í draumi því að, ef hann myndi gera þetta í raunveruleikanum, þá dettur tótemið auðvitað.
2. Draumur hjá öðrum.
Ef hann er í draumi hjá öðrum (og hann er arkítektinn) þá veit sá hinn sami ekki hvernig tótemið virkar. T.d. gaurinn sem átti teninginn. Hann vissi að hann væri í draumi ef hann væri bara með venjulegan tening því þeir sem sköpuðu drauminn töldu að þetta væri bara venjulegur teningur.
Bætt við 23. ágúst 2010 - 20:53
Og já…afsakaðu seint svar. Var búin að gleyma þessu :)
An eye for an eye makes the whole world blind