Tekið af kvikmyndir.is:
Kvikmyndaáhugamenn eru líklegast að verða orðlausir af spenningi yfir nýjustu mynd Christophers Nolan, Inception, sem við ætlum að forsýna tæpri viku á undan íslenskum frumsýningardegi. Sýningin verður semsagt á föstudeginum 16. júlí kl. 23:00 í Kringlubíói. Miðaverð á sýninguna er 1400 kr.
Hægt er að kaupa miða í miðasölu Sambíóanna eða á midi.is
Við munum reglulega minna fólk á það ef það eru margir lausir miðar eftir á Facebook-síðunni okkar, þannig endilega fylgist með þar. Einnig verður alltaf hægt að maila á mig (tommi@kvikmyndir.is) ef þið hafið einhverjar aðrar spurningar. Ég reyni að svara öllum póstum eins fljótlega.
Því minna sem sagt er um þessa mynd, því betra (trúið mér!), … Með helstu hlutverk fara Leonardo DiCaprio, Ellen Page, Joseph Gordon-Levitt, Marion Cotillard, Cillian Murphy, Ken Watanabe, Tom Hardy og Michael Caine. Og fyrir þá sem ekki vita mikið um leikstjórann þá er þetta sami maður og færði okkur Memento, Batman Begins, The Prestige og The Dark Knight.
Kvikmyndir.is forsýningar hafa smám saman verið að stækka og undirritaður gætir sig ávallt á því að forsýna einungis góðar myndir (smekksatriði auðvitað, en þið fattið). Á undanförnu ári höfum við haldið sýningar á myndum eins og Inglourious Basterds, District 9, Shutter Island og Kick-Ass, og kaldhæðnislega eru allar þessar myndir á topp 250 listanum á IMDB yfir bestu myndir allra tíma. Ef þessum sýningum gengur vel í framtíðinni verða engin takmörk fyrir því hvað við getum gert með fleiri stóra titla á næstunni, eins og t.d. The Expendables, Scott Pilgrim, Harry Potter o.fl.)
Annars vonast ég til að sjá sem flesta. Hér er fyrir neðan er teaser trailerinn, því ég vil ómögulega að menn horfi á of mikið af “alvöru” sýnishornunum.
Tómas Valgeirsson