Já, ég hef lesið bækurnar.
Já, það gerist mikið í bókinni, en í rauninni ekkert meira ef þú pælir bara í einni bók út af fyrir sig. En ef maður pælir í því að þetta sé seinasta bókin, þá þarf mikið meira að koma fram í myndunum. Sérstaklega vegna þess að kvikmyndirnar hafa klúðrað svo miklu og mikilvæg smáatriði (í bókunum) hafa aldrei komið fram. Svo já…þeir þurfa að bjarga því.
Ég er ósammála þér með 5 bókina. Rowling var ekki með ritstíflu, hún var algjörlega búin að ákveða megin-söguþráðin fyrirfram. Hún vissi algjörlega hvað átti að koma næst. Mér finnst 5 bókin frábær, en finnst mér að þeir hefðu átt að skipta myndinni í tvennt? Nei, það finnst mér ekki, þetta var bara pæling sem ég velti fyrir mér.
An eye for an eye makes the whole world blind