Haha maður er nú kannski smá fanboy en allavega:
Áhugaverð pæling þetta með yfirheyrsluna og frekar fyndin en ég meina ..verður samt að viðurkennta að það var sjúklega svalt að sjá þetta allavega í fyrsta skipti, ég vil meina að maður eigi hreinlega ekkert að vera í pæla í hvernig þetta var gert, batman hefur ábyggilega bara smyglað sér inn án þess að nokkur tæki eftir …ég meina, hann er batman, hann getur allt:)
Já ég get skilið að röddin fari í taugarnar á þér, gerir það hjá ansi mörgum en mér finnst hún persónulega bara nett.
Svo vafasöm atriði eins og hvernig Jókernum hafi tekist að koma sprengjuefnum í spítalann og bátana og af hverju tékkaði enginn í bátunum áður en lagt var að stað?
Þetta er líka bara homage í teiknumyndasögurnar. Jókerinn er þekktur fyrir að vera sjúklega gáfaður og fyrir að komast yfir aðgang að hinum ótrúlegustu fyrirbærum, einhverju sem bæjaryfirvöld kynnu jafnvel ekki. Og miðað við að hann hafði marga menn að vinna fyrir sig og hvað hann er gáfaður þá hefur hann örugglega alveg náð að setja sprengjurnar inní spítalann, einnig er vinsæl tilgáta fyrir því afhverju hann nær að gera svona margt í þessari mynd sú að þessi mynd gerist ca. ári eftir Batman begins, en í enda þeirrar myndar kemur hann samt fyrst fram. Það má vel gera ráð fyrir að allan tímann milli BB og TDK sé jókerinn bara að teikna upp plan af allri atburðarrás í TDK og hugsi fyrir öllu. Sama gildir í raun með sprengjurnar og svo efast ég um að yfirvöldin hafi lagt áherslu á að checka í vélarsvæðið í ferjunum eftir sprengjum þar sem þetta var allt gert í miklu rush og þar sem jókerinn minntist ekkert á ferjurnar í myndbandinu sínu.
Hverng gat Harvey kennt löggunni um hvað kom fyrir en ekki Jókernum? Tókst Jókernum í alvöru að sannfæra hann með þessari ræðu sinni?
Eins og Harvey sagði; “the joker's just a mad dog, I want the one who let him off the leash”.
Það má túlka þetta þannig að Dent líti þannig á að Gordon hafi espað Jókerinn upp í að gera eitthvað róttækt líkt þessu og Dent áttaði sig líka á að það mundi engu breyta að drepa jókerinn, hann er alltof ópersónulegur og fyrir hann virkaði þetta bara eins og hvert annað kill. svo hlýtur ræða jókersins að hafa sannfært hann að einhverju leyti líka, þar sem hann talar um galla þess að vera með “plans” og að löggur séu “schemers”.
Svo má ekki gleyma því að Harvey Dent var á þessum tímapunkti orðinn brenglaður í hausnum og frekar geðveikur, og svona sálfræðileg trauma eins og að missa konu sína getur alveg gert menn sturlaða í hausnum.
Hann áleit einnig að Gordon væri sekur vegna þess að hann hlustaði ekki á Dent þegar hann varaði hann við spillingu innan deildar sinnar (sem er rétt þar sem að það voru menn Gordons sem færðu Dent í gildruna) og einnig vegna sambands hans við Batman en Dent virðist ekki treysta honum fullkomlega.
Margt sem kemur til greina sem ástæða fyrir þessu. Ég held að þetta allt spili svolítið inní.