Myndirnar í ár voru þannig séð ekkert spes eða bara slappar. Það er bara búnki af lélegum myndum. Eins og : Jennifer's Body, Bride Wars, My Bloody Valentine, Paul Blart: Mall Cop, Observe and Report (mér fannst hún léleg, samt fannst mér stíllinn alveg fínn), Hotel for Dogs, Uninvited, The Haunting in Connecticut, Dragon Ball, X-Men Origins, G.I. Joe, Old Dogs, Halloween 2 og Terminator 4.
En það komu alveg flottar myndir í bíó en ekki beint myndir sem maður myndi setja á listan, en samt gaman að horfa á og flottar. Samt engin búnki, en smá slatti. Tildæmis sem voru flottar en myndu aldrei komast á listan eru: Avatar, The Hangover, Orphan, The Last House on the Left, 9 og Precious.
Þær sem munuðu litlu að komast eru : Fantastic Mr. Fox, Funny People, Public Enemies, Up in the Air, Moon, Black Dynamite, Zombieland, Up og Brüno.
Topp (nokkurnveiginn)5 bestu!
5. Drag Me To Hell/Star Trek
Drag Me To Hell: Það var algjör snilld að fara á hana í bíó! Dáldið skrítið að setja þessa í staðin en ekki Up eða Zombieland. Myndin er bara drullu skemmtileg, gat verið dáldið scary og með góðan húmor. Það er frekar óvenjulegt að sjá hryllingsmynd sem svona mikin húmor, en það bara sýnir að Sam Raimi er pro í kvikmyndagerð, eða svona semí.
Star Trek: Þessar myndir fóru aldrei vel í mig, svo poppast þessi upp. J. J. Abraham á eftir að vera þessi leikstjóri að þegar hann er gerir nýjar myndir þá fara allir á þær. Eins og Christopher Nolan. Star Trek er samt pínu klisja, en það koma oft svo freaking epísk atriði. Líka margir dásamlegir leikarar í henni og gaman að sjá Simon Pegg.
4. Watchmen (Director's Cut)
Öðruvísi og æðisleg ofurhetjumynd, eða kannski ekki ofurhetju. Margir voru að segja að myndin væri eitthvað langdregin, ég verð að vera ósammála því mér fannst vanta eitthvað. En á meðan við að bókin er “unfilmable” þá náðu þeir sem mestu og gerðu sitt besta, sem þeir gerðu.
3. A Serious Man
Hræðilega spes mynd, á góðan hátt. Mér finnst bara gaman að sitja hana í gang og horfa á útlitið í myndinni. Myndin hefur líka þennan lúmskan húmor sem er drepfyndin og myndin er líka fokking vel leikin.
2. District 9
Tökum hérna eitt dæmi, Terminator 4 (hroðaleg mynd) kostaði 200 milljónir og var ekki skráma af epicness í henni. District 9, er nærum því photoreal og kostaði 20-30 milljónir. Stíllinn í myndinni er ótrúlegur, bara eins og að horfa á fréttirnar. Ef eitthvað fólk segir að þetta sé bara “nörda-mynd” og bæta svo að hún er lík myndum eins og “Star Wars” eða “Star Trek”, þá hafa þau ekki vit af bíómyndum. Því myndin getur ekki verið meira og djúp, geðveik saga og asnalega vel leikinn.
1. Inglourious Basterds
Við höfum Quentin Tarantino, við sögu sem tengist Hitler, hvað er í gangi? Held ég eitt af bestu myndum sem ég hef séð er Pulp Fiction, sem er á allt öðru tímapunkti og sögu. Það sýnir bara það hvað Tarantino er fjölbreyttur og kann að búa til kvikmyndir. Basterds er fokking svöl, viðbjóðslega vel leikinn, epic saga og dásamleg. Mæli með öllum að sjá þessa mynd!