Fékk þetta með bréfi frá Nexus áðan:
Tilkynning frá Skífunni:
Virðulegi viðtakandi,
Miðvikudaginn 27. mars verður heimsfrumsýnt fyrsta sýnishorn úr
framhaldinu sem allir bíða eftir - “The Lord of the Rings: The Two Towers”
- JÓLAMYNDIN 2002. Einstakt tækifæri fyrir íslenska unnendur þessa
stórkostlega ævintýris meistara Tolkiens í magnaðri leikstjórn Peters
Jacksons.
Hringadróttinssaga verður sýnd alla Páskana í Smárabíói kl. 16.45 í
stórum sal og strax að lokinni mynd sjá íslenskir aðdáendur þetta
stórkostlega sýnishorn úr öðrum hluta trílógíunnar vinsælu.
Sýnishornið er vægast sagt ÓTRÚLEGT!
Myndin fékk 4 Óskarsverðlaun; besta tónlist, besta kvikmyndataka,
besta förðun og bestu tæknibrellur.
87.000 manns hafa nú séð The Lord of the Rings: The Fellowship of the
Ring - önnur vinsælasta mynd allra tíma á Íslandi.
PS. Að sjálfsögðu verður lúxus Nexus-forsýning á Two Towers, þegar þar að
kemur!
<br><br>Kíkið á
http://cucularium.150m.com/cuc.html…því er ég sá að það hafði snjóað…sofnaði ég sjálfbærum draumi…