Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með BT en þar var hægt að stóla á að fá ódýrar DVD myndir. Nú er svo komið að það er ekki að hægt að kaupa sér DVD-myndir þar lengur vegna þess hve dýrar þær er orðnar þar. Verðið er nánast það sama og í Skífunni.
Þannig að ég lagði á mig smá ferðalag eða alla leiðina í Kópavoginn (en höfundur býr í vesturbæ Reykjavíkur). Þar fór ég 3 verslanir, Elko, Euronics og Hagkaup.
Hagkaup er skítabúð þar sem allar DVD myndir eru rándýrar (sama verð og í Skífunni). Þó svo að netverslun þeirra sé að standa sig ágætlega. En þar þarf að borga sendingakostnað og umsýslugjald, samtals 360 kr.
Eftir heimsókn mína í Elko og Euronics held ég að leit minni af ódýrustu búðunum sé lokið.
Smá samantekt:
Elko er með betra úrval en Euronics en verðið í þeim er mjög svipað, þó er Euronics ódýrari. Elko er með meira úrval bæði af nýjum og gömlum titlum en þó eru allir nýjustu titlarnir til í Euronics. Það kom mér mjög á óvart hvað sumir titlar voru mikið
ódýrari í þessum verslunum en t.d. í Skífunni og BT.
Nokkur verðdæmi:
Swordfish
Elko: 2495
BT: 2999
mism. 20%
Memento
Euronics: 2295
BT: 3199
mism. 39,4%
Forrest Gump
Euronics: 2795
Skífan: 3999
mism. 43%
Þetta er bara nokkur dæmi um verðmun. En öllum tilfellum er Elko og Euronics ódýrari en BT, Skífan og Hagkaup.
Ég vil þess vegna hrósa Elko og Euronics fyrir gott verð og tilraunir til að kveða niður verðbólgudrauginn. Ég mun í framtíðinni reyna að beina viðskiptum mínum við þá þrátt fyrir dálitla vegalengd.
Takk.
kveðja,