Myndirnar sem verður í hátíðinni eru
THE LIVING MATRIX
Hér eru afhjúpaðar nýstárlegar hugmyndir um þann flókna vef ólíkra þátta sem ákvarða heilsu okkar.
Rætt er við vjölda sérfræðinga úr ýmsum áttum sem hafa rannsakað málið og komist að því að orku- og upplýsingasvið ráða heilsu og velferð manna.
Myndinni hefur verið líkt við “What the Bleep Do We Know” sem Græna ljósið gaf út fyrir nokkrum árum og naut mikilla vinsælda um allan heim.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ne-I7JTXCbo
UNTIL THE LIGHT TAKES US
Heimildarmynd um hugmyndafræði og ansi sjokkerandi sögu dauðarokksins í Noregi.
Þar er þessi tónlistargrein ekki síst þekkt fyrir fjölda morða og kirkjubruna. Hér er þessi undirmenning í fyrsta sinn afhjúpuð fyrir alvöru; kvikmyndargerðarmennirnir fluttu til Noregs og sökktu sér ofan í þennan dularfulla heim.
Í myndinni koma fram meðal annars Ívar Björnsson og Harmony Korine.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Sr_RaCM-1ug
IMAGINARIUM OF DOCTOR PARNASSUS
Ferðaleikhús gefur áhorfendum sínum mun meira en þeir áttu von á. Meistari Terry Gilliam leikstýrir Heath Ledger í sinnu síðustu mynd.
Í öðrum aðahlutverkum eru Johnny Depp, Colin Farrell, Jude Law, Christopher Plummer, Peter Stormare, Tom Wiats og Lily Cole.
Myndin var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, fyrir búninga og leikmynd.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=OFxqw0jbC2Y
TRIAGE
Eiginkona stríðsfréttaljósmyndara reynir að komast af því af hverju eiginmaður hennar sneri heim frá síðasta verkefni án kollega síns.
Það er Danis Tanovic sem leikstýrir og skrifar þessa áhrifamiklu dramamynd, en hann á bakið meistaraverkin L'enfer (Hell) og Nicija zemlja (No Man's Land) sem báðar fóru mikla sigurför um heiminn.
Með aðalhlutverk fara Corin Farrell, Christopher Lee og Paz Vega.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=bN-PQLWeN1g
THE YOUNG VICTORIA
Vönduð mynd framleidd af Martin Scorsese um fyrstu ár Victoríu sem drottning en hún var krýnd 18 ára. Myndin fékk Óskarsverðlaun fyrir búninga og var að auki tilnefnd fyrir förðun og leikmynd.
Jean-Marc Vallée leikstýrir en hann gerði myndina C.R.A.Z.Y sem var sýnd á franskri hátíð hérlendis við þó nokkrar vinsældir.
Í aðahlutverkum eru Emily Blunt, Paul Bettany, Miranda Richardson, Jim Broadbent og Rupert Friend
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=GFiI5moxmIQ
ONDINE
Colin Farrell leikur írskan sjómann bjargar konu á reki í sjónum. Hún kallar sig Ondine og virðist minnislaus.
Ástir takast með þeim en dóttir sjómannsins fer að gruna að hér sé á ferðinni lauslát hafmeyja.
Besta mynd Neil Jordan síðan The Crying Game var og hét að mati gagnrýnenda og Colinn Farrell sýnir stórleik
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Cn7AQe8SqVA
THE LAST STATION
Vönduð mynd með fjölda stórleikara um Leo Tolstoy og baráttu hans við að finna jafnvægið milli frægðar og ríkidæmis annars vegar og andúðar hans á efnisgæðum hins vegar.
Myndin var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna og í aðahlutverkum eru Christopher Plummer, Helen Mirren og Paul Giamatti.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=bTh-vQho7UU
RUDO Y CURSI
Teymið á bak við Y tu mamá tambien sameinast í stórskemmtilegri mynd um bræður sem berjast á knattspyrnuvellinum.
Carols Cuaroón leikstýrir og skrifar og aðahlutverkin eru í höndum Gael García Bernal og Diego Luna.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=zAMlwcJchoQ
THE MESSENGER
Kröftug mynd um hermennina sem hafa það hlutverk að færa ættingjum fallinna hermanna slæmu fréttirnar. Woody Harrelson var tilnefndur til Óskarsverðlauna.
Myndin hlaut einnig tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda handritið. Woody Harrelson vann Golden Globe fyrir frammistöðu sína, myndin sigraði Silfurbjörninn á Berlin og svo mætti lengi telja.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=8MEApxjYncI
NOWHERE BOY
Bráðskemmtileg og hjartnæm bresk mynd um æsku John Lennonn. Tilnefnd til 4 Bafta verðlauna.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Y6Km9L1Sqd0
FANTASTIC MR. FOX
Snillingurinn Wes Anderson kemur hér með stórskemmtilega brúðumynd sem var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=n2igjYFojUo
MOON
Sam Rockwell leikur Sam Bell, sem hefur verið aleinn og yfirgefinn í geimstöð nokkurri í hátt í þrjú ár og það er farið að taka sinn toll. Verkefninu er að ljúka en hann er farinn að sjá ofsjónir.
Einu samskiptin sem hann á í er við GERTY (Kevin Spacey), vitrænu tölvuna sem á að hugsa um hans daglegu þarfir. Sam lendir í slysi og tekur í kjölfarið að efast um verkefni sitt, fyrirtækið sem hann vinur hjá og hvort að GERTY beri hans hagsmuni fyrir brjósti.
Myndin hefur fengið góða dóma og oftar en ekki líkt við meistaraverkið 2010.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=twuScTcDP_Q
HACHIKO: A DOG'S STORY
Lasse Hallström og Richard Gere gera hér einstaklega hjartnæma mynd byggða á sannri sögu um vináttu manns og hunds.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=FaS37E3gKOU
BURMA VJ
Ungir hugrakkir borgarar í Burma leggja líf sitt í í við gerð þessarar mögnuðu heimildarmyndar sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Með myndavélina eina að vopna afhjúpa þeir ógnarstjórnina í Burma og gerast þar með baráttumenn frelsisins. Þeir skjóta það sem ber fyrir augu, hundeltir af yfirvöldum, smygla spólunum út úr landinu og tökurnar eru svo sendar inn í landið aftur í gegnum gervihnött, svo að almenningur geti séð með eigin augum hvað fer fram í landinu þeirra.
Myndin veitir einstaka innsýn í hættulegustu tegund blaðamennsku sem fyrirfinnst auk þess að skrásetja í þaula þá örlagaríku daga í september 2007 þegar munkarnir hófu mótmæli sín.
Myndin hefur hlotið fjölda annarra tilnefninga og verðlauna og var m.a. valin besta heimildarmynd ársins á Kvikmyndaverðlaunum Evrópu og Sundance kvikmyndahátíðinni.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=V08EBWQLzyU
VIDEOCRACY
Sláandi heimildarmynd um Silvio Berlusconi, fjölmiðlaveldi hans og áhrif á ítalska menningu.
Lágmenningin tröllríður öllu og það er stærsti draumur ítalskra kvenna að komast að í sjónvarpinu sem fáklæddar hjálparhellur, því þá geta þær kannski gifst knattspyrnumanni.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=VNOqIKIBSIE
CRAZY HEART
Jeff Bridges og Maggie Gyllenhall fara á kostum í mynd sem hefur rakað til sín verðlaunum undanfarið.
Jeff Bridges leikur kántrístjörnu sem má muna fífil sinn mun fegurri. Hann fellur fyrir einstæðri móður og þarf í kjölfarið að horfast í augu við áfengissýki sína og endurmeta líf sitt.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Y0349E7kFEM[/quote]TRASH HUMPERS
Harmony Korine er mættur aftur, nú með mynd um gamalt fólks sem riðlast á ruslagámum, eitthvað sem allir hafa beðið eftir, er það ekki?
Myndin er tekin upp og unnin á VHS. Græna ljósið viðurkennir fúslega að þetta er einhver furðulegasta kvikmynd sem gerð hefur verið, ef kvikmynd skyldi kalla.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JQYSRXT3CiUBLACK DYNAMITE
Bráðfyndin mynd sem gerir grín að gömlu blaxploitation myndunum er á sama tíma sjálf ein slík.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=6-wqmnJrOFMUN PROPHÉTE
(A Prophet)
Ungur arabi er sendur í franskt fangelsi þar sem hann kemst fljótt til mikilla valda. Tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Myndin hefur hlotið ótal tilnefningar og verðlaun undanfarið og ber þar hæst að nefna sigur á Golden Globe og BAFTA hátíðunum sem besta erlenda myndin, auk tilnefningar til Óskarsverðlauna í sama flokki.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=L1ELQLDzZwoDAS WEISSE BAND
The White Ribbon
Meistari Michael Haneke kemur hér með svart hvítt meistarastykki sem tilnefnd hefur verið til tveggja Óskarsverðlauna.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JUj9gDtA9HQFOOD, INC
Sláandi, stórkemmtileg og einkar fróðleg heimildarmynd um matvælavinnslu samtímans og áhrif hennar á líf okkar og heilsu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=UXSxJF43XGA
Eins og ég sagði áðan, þetta verður æðisleg hátíð