Jæja, þá er ég mættur með mína skoðun.
Downey Jr. var mjög skemmtilegur sem þessi týpíski RDJr. karakter. Jude Law fór merkilega vel með rulluna
Sem klassísku gáfumenni fannst mér tilvtnanirnar í Sherlock Holmes bókmenntirnar mjög skemmtilegar, eins og þegar það er ýjað að því að hann sé að taka kókaín (that is meant for eye surgery). einnig að hann spila á fiðlu og fleira. Ritchie-inn er ennþá að jafna sig eftir mögur Madonnu-árin, og verður að segjast að þetta er besta mynd hans síðan Snatch var og hét.
Tæknilegu atriðin voru með besta móti en Brad Pitt var ekki nóg til staðar.
Vonum bara að hann láti sjá sig í framhaldinu eins og orðið á götunni heldur fram.