Ég póstaði þessu fyrst í umræðum um best-of greinina mína en ákvað að setja þetta hérna líka svo fleiri geta séð þetta.
Mér finnst afskaplega sorglegt hvað mikið af Hugurum hérna á /kvikmyndir almennt eru fastir í kvikmyndasmekksviðhorfi. Margir miða sig við top 250 á IMDB (sem mér finnst vera rangt) og hæðast og hneykslast svo á fólki er hugsar kannski aðeins útfyrir kassann og sér kvikmyndir í aðeins öðruvísi ljósi.
Það er hægt að líkja kvikmyndavali við val á fötum. Sumir klæðast því er þeim finnst þægilegt og fallegt án þess að stressa sig of mikið yfir því hvað öðrum finnst á meðan aðrir klæða sig í því heitasta og flottasta þó svo það sé ótrúlega óþægilegt og eru alltaf að passa uppáþað að fötin höfða til sem flestra. Ég fæ það á tilfinninguna að of margir Hugarar hér á /kvikmyndir eru í seinni flokknum og ekki nógu margir í þeim fyrri.
Hvað finnst ykkur?