Testtype sagði allt sem þurfti að segja varðandi lengdarmuninn.
Aftur á móti eru fleyri hlutir á bakvið R1 og R2.
PAL DVDs hafa 576 pixela lóðrétt en NTSC 480 pixela. PAL er semsagt 20 % hærri upplausn miðað við NTSC
og til að fara örlítið meira í tæknilegu hliðina varðandi lengd pal mynda þá er það þannig að spilunar hraðinn á Pal er 4% hærra en á NTSC, hjá flestum skiptir þetta ekki máli en hjá minnihlutahópum er þetta mjög mikilvægt. Útaf þessu þá eru flestar myndir á NTSC lengri en PAL, ekki afþví að það er búið að klippa til evrópsku útgáfuna, heldur er PAL 4% hraðari en NTSC. Þetta ferli hjá NTSC kallast “3:2 pull-down” eða með öðrum orðum “Judder”, Það er mjög miklar tæknilegar hliðar á þessu máli en Judder lýsir sér þannig að “hver rammi tekur misstór skref” ef ég á að reyna útskýra þetta á einhvern hátt. Þannig að þeir sem eru virkilega mikið í tæknilegu hliðunum á DVD myndum finnast þetta verulega pirrandi. En eins og ég nefndi fyrir ofan þá taka flestir ekki eftir þessu.
Þannig að ef þú sérð tvær myndir upp í hyllu Region 1 annars vegar og Region 2 hins vegar, báðar hafa sama aukaefni og eru báðar 16:9 widescreen þá er Region 2 betri kostur þó mjög littlu muni.