ég var að pæla. ef maður er ódauðlegur og ekki hægt að drepa mann, eru þá ekki líkur á að einhver annar sé það líka?
og ef það er þannig og allt mannkynið deyr út nema þú og svona 10 manns í viðbót, gætuði þá ekki restablishað mannkynið, nema að allir myndu erfa ódauðleikann og enginn í heiminum gæti dáið……og þá myndi jörðin verða overpopulated og þá þyrftum við að fara á aðrar plánetur (og við gætum verið á öllum plánetum því við getum ekki dáið).
og ef það myndi gerast, þá myndi mannkynið fljótlega fylla allt galaxy-ið og þá myndum við leita út á við, og þá myndui mannkynið aðlagast aðstæðum á hverjum stað og verða humanoid verur sem eru allar með mismunandi feature, en svo myndi ódauðleikinn hætta að erfast og allir yrðu dauðlegir aftur og þá myndi fólk byrja að deyja aftur, en þeir sem voru upprunalega ódauðlegir myndu fara út á fjarlægasta odda himingeimsins og leyfa þessu risa community að þroskast.
þegar þeir myndu síðan snúa til baka þá væri síðan allt komið í fokk og allt út í stríði meðal mismunandi tegunda og allt það og þannig varð Star Wars heimurinn til!
þegar maður pælir í því þá útskýrir þetta afhverju svona margar verur í Star Wars myndunum eru humanoid.
Hvað finnst ykkur?