Jæja best að prófa að skrifa smá umfjöllun.
Ég tók þessa mynd á video fyrir stuttu og þvílík önnur eins vonbrigði! Ég held að Allan Balter (Sá sem skrifaði uprunalegu Mission: Impossible þættina) hljóti að hafa lagst í þunglyndi og drykkju þegar hann sá vörumerki sitt á þessari hörmung. Þessi mynd hefði heldur átt að heita James Bond wannabe eða eitthvað. Allt sem var gott í þáttunum er strokað út. Í staðinn fyrir teymi sem bæta hvert annað upp fáum við formúlu superhetjumynd. Tom Crusie er ekki slæmur leikari og John Woo kann að gera hasarmyndir, en þeir bjarga ekki klisjukenndu handriti. (Er virkilega enginn í Hollywood sem getur skrifað handrit?)
Fyrri myndin hafði þó eitthvað sem gæti kallast plot en þessi er fyrirsjánlegri en Disney teiknimynd. Balletsýningar Woo bjarga e-u, og gera þetta að ágætis poppkornsskemmtun, en ekki mikið meira.
Minnir að ég hafi dottað yfir henni, og missti ekki af neinu.
Fín mynd fyrir gelgjur á öllum aldri. Gef henni 5/10