Rök á móti fangelsisvist:
- Stúlkan er búin að ,,fyrirgefa“ honum.
- Þetta er yfir 30 ára gamalt mál og stúlkan er komin yfir fertugt núna.
- Kannski vissi hann ekki alveg hvað hann var að gera sökum áfalls eftir að Manson ,,fjölskyldan” myrti konuna hans og vini.
- Er skömmin og útlagalífið ekki nóg refsing?
- 50 % af Hollywood yrði fúll
_____________________________________
Með fangelsisvist:
- Hafði samræði við 13 ára stúlku. (Spurning hvort þessi 13 ára stúlka vissi alveg hvað hún væri að gera. Kannski/kannski ekki.)
- Flúði land.
- Mútaði stúlkunni líklegast seinna meir svo hún myndi ,,fyrirgefa" honum.
- Þetta er 30 ára gamalt mál sem væri upplagt að leysa nú svo þetta verði gott fordæmi um að lögin ná yfir alla. (Sem þau svo reyndar gera ekki í raun, en almúgurinn veit það ekki)
- 50 % af Hollywood yrði glaður
- Hann lék í Rush Hour III
Mín niðurstaða: Við vitum ekki hvort stúlkan hafi haft eitthvað óhreint í pokahorninu, svo að mínu mati er Polanski sekur. Að flýja land er næstum því að viðurkenna sök sína, og ef hann væri saklaus þá hefði Óskars-status hans í Hollywood komið í veg fyrir að ferill hans myndi skaðast mikið. Eins skelfilegur og glæpurinn er þá fær hann samt props frá mér fyrir að gefa USA langt nef í 30 ár. Spurning hvort óskarinn fyrir Píanistan hafi átt að tæla hann aftur til landsins? Eða vera stuðningur fyrir hann?