4-6 fyrst, svo 1-3. Ekki nokkur spurning.
Ég sjálfur horfði á þær í þessari röð og horfði svo á þær allar á einu bretti í réttri röð, þ.e.a.s. 1-6 með bróður mínum, sem hafði ekki séð myndirnar áður og mér fannst það ekki vera að virka. Það er bara eithvað við það að horfa á 30 ára gamlar myndir strax á eftir myndum sem voru gerðar á 21. öldinni. Það einhvernvegin var ekki að virka fyrir okkur bróður minn.
Annað líka, mér persónulega finnst þessar myndir ná ákveðnum hápunkti í þriðju myndinni, ef þú horfir á þær í réttri röð, þ.e.a.s. 1-6 þá ertu að fá mestu spennuna í þriðju myndinni, svo eru 6 klukkutímar af 30 ára gömlu efni eftir sem einhvernvegin verða aldrei mjög spennandi. Mitt mat að sjálfsögðu!
Vona að þetta hafi hjálpað eithvað.
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.