Þótt þú hafir séð myndirnar á íslensku, ætti það ekki að láta þig missa álit á myndinni sjálfri, ef maður hefur séð þær á ensku.
1. myndin er reyndar soldið mikil barnamynd en mér fannst 2. vera það aldrei. Barnamyndir hafa venjulega ekki 20 feta langa slöngu. Eftir að fleiri myndir hafa komið er ég hissa á því að það var aðeins sleppt einu steinatviki.
Þar að auki hefur þessi mynd Kenneth Branagh, Christian Coulson og Jason Isaacs í fyrsta skiptið. Það er frekar gott.
Mér fannst 3. vera hræðileg, allt of mikið af hlutum sagt of hratt, aldrei sagt hverjir gerðu kortið, Emma Watson byrjaði að lýta fáranlega út, og Michael Gambon náði aldrei að hafa sama rólegheit og Richard Harris. Þar að auki voru “The Dementors” of líkir “Nazgul” úr LotR.
4. hafði ekki Quidditch-úrslitaleikinn og hafði 1. þrautina í svona 10 mínútur, af hverju? Ég gat ekki tekið Barty Crouch Jr. alvarlega. Það er samt aðalega smáatriði sem ég þoli ekki við þessa mynd(eins og þegar hinir skólarnir komu).
Og já, grátatriðin voru hræðileg.
5. hafði fína og mjög slæma hluti. Of miklu sleppt(myndin var bara um 2 tímar), of mikið bara sett í hana og farið síðan í næsta atriði, hafði ekkert Quidditch, “The Dememtors” litu hálfvitalega út, engar persónubreytingar hjá neinum af þeim sem fengu þær í bókinni og smáatriði sem ég nenni ekki að segja.
5. má samt eiga það að hafa skemmtilegar nýjar persónur sem voru ekki eyðilaggðar með myndinni eins og Umbitch og Bellatrix. Michael Gambon var líka orðinn skárri. Og það var líka gott að Kreacher var í myndinni(sérstaklega eftir að 7. bókin kom út).
Ég veit um flesta hlutina sem eru breytta í 6. myndinni og er ennþá pirraður út í það, en vona það besta. Fer líklegast á hana á morgun.
Vil enda á því að segja að barnamyndir kicka stundum serious ass.