Ég skil alveg viðhorf þitt. Ég hugsaði svona sjálfur fyrir nokkrum árum. Var algjör safnari.
Málið er að svona efnislegir hlutir ,,draga mann niður“.
Að vissu leyti finnst mér hættulegt að safna hlutum, ég myndi aldrei nenna að draga þessa hluti með mér í gegnum líf mitt. Ég fer reglulega yfir allar myndir, bækur og blöð er ég á og losa mig við það er ég vil ekki og þarf ekki að eiga lengur.
S.s. losa mig hægt og rólega við eigur mínar.
Myndirnar sitja bara þarna á hillunni og safna ryki. Kannski ágæt leið sem ,,icebreaker” í partíum að sýna fólk safnið sitt en maður gæti alveg eins bara skrifað uppáhaldsmyndir sínar á blað og skellt því uppá vegg.
Btw, ég myndi aldrei hafa 300 myndir í tölvunni! :D Ég fer yfir myndirnar og hendi þeim svo. Nema kannski einni og einni er ég held mikið uppá. Maður getur alltaf reddað sér þessum myndum aftur.
Svo skiptir DVD aukaefni mjög litlu máli hjá mér. Það er skemmtilegt en í grunninn, mjög tilgangslaust. Enda skiptir myndin sjálf mestu máli.
En eins og ég sagði í byrjun þá skil ég alveg þessa safnaralöngun. Málið er að ég sjálfur hef hana ekki lengur :)