Breskir og bandarískir grínleikarar eru eins og appelsínur og epli. Russel Brand og Atkinson eru snillingar. Peter Sellers finnst mér oft fullýktur, fyrst þú nefnir þetta um Ace Ventura að þá get ég bent á Jaques Clouseau (ekki Steve Martin).
Steve Carrell er líka orðinn svakalega leiðinlegur og ýktur í The Office. Ricky Gervais > Steve Carell.
Peter Sellers hefur samt eins og Jim Carrey sýnt leik sinn utan grínleiks. Being There er frábær. Samt er hann fyndinn þar.
Ýkingar og gamanleikur fallast samt oft hönd í hönd. Þegar maður segir félögunum eitthvað fyndið að þá ýkir maður oft og maður tekur líka eftir þeim þegar manni er sagt frá en tekur þeim sem hluta af gamaninu.
Grínleikur er alls ekki neitt ómerkilegari en drama, reyndar er hann ennþá merkilegri og krefst mun meiri æfingar og hæfileika ef gera á hann vel.
Þetta er alveg spot on.
Merryl Streep í Devil Wears Prada.