Big Daddy
Góð mynd þar sem Adam Sandler er drepfyndinn ásamt 7 ára mótleikurum sínum,tvíburunum Cole og Dylan Sprouse sem leika lítinn strák sem heitir Julian. Myndin fjallar um Sonny Koufax sem fattar allt í einu að hann hefur orðið eftir á sama þroskastigi og hann var á fyrir 10 árum síðan þegar kærasta hans fer frá honum. Í fljótfærni og hugsunaleysi gerir hann tilraun til þess að ná kærustu sinni til baka með því að ættleiða lítinn strák. Hann áttar sig fljótt á því að hann hefur svo sannarlega ekki gert það rétta í stöðinni og ræður hreinlega ekki við föðurhlutverkið. Sonny kemst líka að því að kærasta hans er farin að halda í fullorðinn mann sem er aðeins skipulagðari en hann. Allt fer til fjandans og til þess að fá smá spennu í myndina fer hún að snúast um forræði og föðurímynd. Höfundurinn má eiga það að vera skapandi og leikstjórinn fyrir að hafa skilað myndinni vel frá sér á skemmtilegan hátt. Annars er þetta ekki fyrsta myndin í þessum flokki sem þessi leikstjóri leikstýrir(Steve Franks)