Seinustu tvær Bond myndinar hafa verið góðar myndir. Mikið af skothríðum og sklagsmálum. En það er eitt sem er ekki í myndunum, og það er sjálfur James Bond. Goldeneye var seinasta alvöru Bond myndin og þær þrjár sem komu á eftir Goldeneye vöru alveg góðar. En þessar nýju myndir hafa ekki Bond. Hvar er Q, hvar eru öll tækin og tólin og hvar er sjálfur James Bond, 007
Nýjustu tvær myndirnar eiga í tímaröð að gerast á undan öllum hinum. Bond er nýbúinn að fá 00 stöðu og því er lúxus eins og Q ekki kominn til sögunnar.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“
Gaman að segja frá því að Bond hefur svo sannarlega verið Bond í seinustu myndum, allavega miklu nær því að vera Bond í bókunum en nokkurn tímann nokkur annar. Sá sem síðast komst næst því að vera eins og hann í bókunum var Timothy Dalton.
Myndirnar hans Connery og hinna skíta vissulega yfir bækurnar til að vera eitthvað tæknilegt skref í kvikmyndum með einhverjum leisigeislum og hallærislegum bílum sem verða ósýnilegir eða breytast í kafbát.
Bond er loksins komin aftur í kvikmyndahús eftir langa fjarveru síðan 1989. :)
Í myndunum skapaði Connery persónuna James Bond (Þó hann væri ekki eins og hann var í bókinn). Og þessi persóna sem Connery skapaði var í öllum hinum Bond myndunum, auðvita voru eitthverjar smá breytingar en ekki miklar. En allt í einu kom ný sería og Bond orðin allt annar karakter en hann var fyrst. Hann er allt öðru vísi en fólk sá hann fyrst og ég held að fólk fari á Bond mynd til að sjá Bond eins og Connery skapaði hann (Sem er eini sanni Bond í myndunum)
Og ég ætla að bæta við að ekki hefur komið almenileg Bond mynd síðan að Sovietríkin féllu.
besti bond ever, loksins fókus á söguna en ekki heimskulegann gadget, ósýnilega bíla, gervitungl að sprenja upp heiminn, eða annað heimskulegt, þetta er tough guy bond, eins og hann á að vera !
þessar klisjur með tæknina, kellingarnar og alllltaf sama plottið í myndunum var orðinn þreytt fyrir löngu
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..