Var að panta dvd diska frá play.com, á mánudaginn kom einn þeirra beint inn um lúguna hjá mér ;) víííí voða glöð - hann kostaði 7.99 Síðan á þriðjudag fékk ég bréf frá tollinum að ég þyrfti að gefa skriflegt leyfi til að leyfa þeim að opna póstinn minn svo að þeir gætu séð hvað þetta kostaði sem ég var að kaupa, þetta var einn diskur sem kostaði 15.99, síðan fékk ég að vita það að ég þyrfti að borga ca 1000 kr fyrir tolla og svoleiðis drasl + að mér var sagt að þetta yrði sent heim en enn er ekkert komið til mín! Ég pantaði alls 4 diska, einn er kominn, einn er fastur í tollinum eða eitthvað svoleiðis og ég er sannfærð um að hinir tveir eru líka fastir í tollinum einhversstaðar. Af hverju þarf að vera með þetta helv….. vesen alltaf? Af hverju er ekki bara einhver lámarks upphæð - allt yfir 5000 eða 10.000, þarf að vera svona mikið vesen fyrir einn dvd sem kostar 7.99 og svo leggja þeir meira en helming ofan á!!!!! Mér finnst þetta óþolandi, er ég ein um það??????