Lucky Number Slevin…
Ég segi bara, vá!!!
Þessi mynd er eitt stykki meistaraverk út í gegn varðandi alla kvikmyndavinnslu, leikstjórn og vel valin og fágaðan leikara hóp sem á sér næstum engan líkan. Josh Harnett, Bruce Willis, Morgan Freemann, Sir Ben Kingsley, Lucy Liu og hin mjög vanmetni leikari sem er alltaf sama skítmennið í hvívetna, Stanley Tucci.
Handritið er hreint afbragð sem er Jason Smilovic fyrsta tilraun, leikstjórnin er sem eitt hreint augnakonfekt sem skilur þann sæta og ljúfa eftirkeim sem kvikmyndir eiga að gera, það er að áhorfandinn er í marga daga að hugsa um það sem hann upplifði sem hann sá á hvíta tjaldinu.
Sem dæmi hef ég aldrei tekið neitt sérstaklega eftir hvernig herbergi eða gangar íbúðarhúsa í kvikmyndum eru fóðraðir, en það sem er eitt af snilldarverkum leikstjórans er að nota sitt listnæma auga til að fá áhorfendurna til að fara að spá í veggfóðri og list. Þetta er leikstjóranum einum sem hrós að auðga þetta meistarastykki sitt.
Veggfórðin eru svo stingandi fyrir augað en um leið svo heillandi að manni leið eins og áhorfanda á listasýningu fyrir afbrygðilegt skúlptursverk snarruglaðra veggfóðursmeista. Paul McGuigan er leikstjóri þessara snilldar matreiðslu í formi kvikmyndar, en hann hafði gert kvikmyndina Wicker Parck áður.
Jæja ég læt það í ykkar hlutverk að dæma þessa góðu afþreyingu sem ég keypti fyrir algjöra tilviljun á London Heathrow Airport til að klára hið konunglega klink mitt hehehe That Was a Good Buy! And Thats The Truth Ruth!