Vel leikin, mjög vel gerð, melló söguþráður en það sem mér fannst best við hana var hvernig sögunni var breytt en samt haldið aðalatriðunum. Öll tískan var eins, sömu forsetar, sömu stríðin og bara öll megin atriðin eins og þau áttu að vera.
Þá var sérstaklega tónlistin flott þar sem hún var einungis úr gömlu tímunum og maður heyrði úr lögum eftir snillinga á borð við Bítlana, Bob Dylan, Jimmy Hendrix, Credence Clearwaters og Leonard Coen.
Einnig fannst mér flott hvernig hver og einn einasti leikari í myndinni var ekki þekktur, eða það er að segja ekki mjög þekktur, kannski innnan kvikmyndaheimsins en ekki utan hans og það leyfir öðrum að spreyta sig og maður fær að sjá nýjar leikarahetjur. Enda stóðu sig lang flestir með eindæmum vel.
En hvað finnst ykkur sem hafa séð myndina, hvernig fannst ykkur hún?
“You can go with the flow”