Skellti spólunni í tækið í brenglaðri von um að “óhugnalegasta mynd allra TÍÍÍÍMA!!!” myndi setja mig í eitthvað vont ástand fullbúið svefnlausum nóttum og sjúklegri hræðslu við 9 ára stelpur. Eins og hún var markaðssett á þessum tíma (þetta var í kringum endurútgáfu) þá fékk maður þá mynd af þessu að hér væri á ferðinni eitthvað sjúklega rangt fyrirbæri sem hafði skelft alla heimsbyggðina og hefði aldrei átt að fara í bíó.
Ég skellti semsagt spólunni í, horfði á hana, slökkti og eyddi svo næsta klukkutíma í það að bölva aumingjaskapnum í heimsbyggðinni, sem samkvæmt minni mynd á þessu öllu saman hlaut að hafa verið samansett úr leggöngum átta ára stelpna og litlum hvítum kanínum.
Það er náttúrulega til stutt útgáfa af þessu svari (en hún inniheldur hvorki átta ára leggangir né litlar hvítar kanínur og er því bara einfaldlega ekki jafn fullnægandi) og það er nei.