Svona til að rifja aðeins upp sögu Taken í grófum dráttum, en þá kom þessi mynd fyrst til sýninga í Frakklandi í Janúar á seinasta ári, enda frönsk mynd. Síðan þá hefur hún verið í sýningum út um allan heim og í sumar var hún svo gefinn út á DVD hérna í Evrópu. Myndin kom frekar seint til sýningar hér á landi enda virðist vera bannað að sýna myndir hérna nema þær séu til sýningar í USA.
Sem sagt rúmu ári eftir að byrjað var að sýna myndina í Evrópu var hún tekinn upp til sýningar í USA í lok Janúar og lengi leit út fyrir að myndin myndi ekki vera sýnd í USA þökk sé Fox sem á dreyfingarréttinn af myndinni í USA. Aðsókn á myndina var vonum framan og var hún t.d fyrst núna, 4 vikuna í sýningu í USA að falla niður fyrir 20 milljónirnar yfir aðsókn yfir helgardagana. Og gerir heildar tala því um 95 millur og ljóst að mynd á möguleika á að ná allt af því 120-130 millum í kvikmyndahúsum í USA. Og allar þessar tekjur er að koma inn þrátt fyrir að myndin sé búinn að vera á internetinu í rúmt ár.
Afsannar þessi mynd ekki þá kenningu um að niðurhlað á netinu sé það sem er að draga úr aðsókn í kvikmyndahús? Verða kvikmyndaframleiðendur ekki að fara horfa á þá leiðinlegu staðreyn að eina ástæðan fyrir lélegri aðsókn í kvikmyndahús er einfaldlega lélegar bíómyndir.
Helgi Pálsson