Áður en þið lesið þetta vil ég benda á það að þetta er aðeins rúmor, ekkert er staðfest.
Predator 3
Myndin á að gerast eitthvern tíman á milli 2017-2020, og mun glímukappinn Rock leika son Dutch Schaefer ( sem Arnold Shcwarzenegger lék í fyrstu myndinni ). Preda-torinn í myndinni á víst að vera sonur skepnunnar í fyrstu myndinni. Geimveran hyggur nú á hefndir á honum Dutch kallinum fyrir að myrða föður sinn, en kemst að því að hann Dutch er látinn, þannig að hann tekur bara fyrir son hans ( sem Rock á að leika ), sem hefur fótað í fótspor pabba síns og orðinn að hermanni.
2/3 af myndinni á víst að gerast á móður jörð en aftur á móti mun 1/3 af myndinni gerast á plánetu geimverunnar, þar sem hann Rock kallinn kemst að áætlunum skrýmslisins.
Þetta eru fyndnustu fréttir sem ég hef heyrt af síðan N´Sync áttu að vera í Episode 2. Ég hreinlega lá næstum því í hláturskasti þegar ég las þetta. Þetta er eitthver ömurlegasta hugmynd sem hefur komið upp. Darn! En nóg af þessu því að það fylgdi víst einnig sögunni að engar áætlanir væru um Alien vs. Predator myndina því að kostnaður myndarinnar væri of hár ( eitthvað um$250,000,000 ) ef þeir hjá Twentieth Century Fox ættu að gera hana á réttan hátt. En eins og ég sagði fyrr er þetta aðeins rúmor og ætti ekki að taka alvarlega.
Smokey…