Á mínum sokkabandsárum sá ég Mr. Nice guy sem allir höfðu sagt að væri frábær. Auðvitað hélt ég að þetta væri grinmynd og grenjaði af hlátri hálfa myndina yfir því hversu ótrulega léleg og illa leikin myndin var. En svo kom á daginn að í henni voru “frábær bardagaatriði” og þá fyrst hló ég.
Svo eftir löng riflildi sannfærði ég vini mína um að Mr. Nice guy væri ömurleg. En þá kom út rumble in the bronx sem er ein sú allra versta mynd sem ég hef séð á eftir Mr. Nice guy. Og sagan endurtekur sig. Síðan kom út Who am I. Þar sem þeir sögðu OK allar hinar myndirnar voru ömurlegar en þessi er geðveik og sagan endurtók sig enn aftur. Niðurstaðan er sú að eftir áralanga reynslu hef ég komist að því að Jackie Chan hefur aldrei gert góða mynd, mun aldrei gera góða mynd og allar þessar lélegu bardagamyndir eru hinn versti skítur.