Ég var að velta þessari spurningu fyrir mér núna um daginn því að oft er það þannig að myndir eru mjög góðar að mati hins almenna áhorfanda en síðan fær kannski myndinn ekki nema 2-2 1/2 stjörnu.
Tökum sem dæmi myndina Gemsar, hafiði séð hana???
Ég hef ekki séð hana en ætla mér að gera það, en allir þeir sem ég hef talað við eða heyrt af segja að myndin sé mjög góð og að leikararnir séu mjög góðir.
En samt fær sú mynd ekki nema 2-2 1/2 stjörnu, Reyndar fær hún góða dóma í fréttablaðinu og á strik.is en þar fær hún þrjár stjörnur, á kvikmyndir.is fær hún frá þrem áhorfendum tvisvar 2 og hálfa og frá einum fær hún 4.
Nú ætla ég ekki að leggja minn dóm á hana en mig hlakkar til að sjá hana og ef einhver hefur séð hana værir þú þá til í að segja með hverning þér fannst hún??