Persónulega er ég þér bæði sammála og ósammála. Þessi krakki er búinn að vera með alltof mikið egó til að ég hafi einhvern áhuga á að sjá myndina hans. Ef þú horfir á nýjasta trailerinn hans, sem er btw hrikalega illa settur saman þá sérðu “vinsælasta stuttmynd árins” og “stærsta stuttmynd ársins” blasa við. Í viðtölum vill þessi krakki meina að hann sé eitthvað rosalega óvenjulegur og kvikmyndahæfileikar einsdæmi, sem er bara kjaftæði.
Það er bara fáránlega eðlilegt að krakki á hans aldri sé að gera stuttmynd og því skil ég ekki hafaríið í kringum þetta, sérstaklega þar sem þetta virðist ekki á nokkurn hátt skera sig úr þeim fjölda stuttmynda sem krakkar á hans aldri er að gera í skólum nú til dags. Hljóðið lélegt, söguþráður kjánalegur og leikstjórinn oft í aðalhlutverki. Skil ekki pointið hjá Senu að dreifa þessu í búðir.
Þegar ég var einu ári yngri en hann meira að segja þá var stuttmyndaáfangi í skólanum mínum og krakkarnir létu frá sér stórskemmtilegar myndir, en þeir voru samt ekkert að fara til helstu dreifingaraðila og láta dreifa efninu, haldandi því fram að þeir séu undrabarn.