Það er búið að gefa Terminator 2 út á DVD í Bandaríkjunum (Region 1) og inniheldur sú útgáfa allar bæði T2 eins og hún var í bíó og lengri útgáfuna sem var gefin út seinna.
Ég er sammála því að Star Wars safnið mætti koma út en þær myndir eru samt ekki efstar á blaði hjá mér. Frekar vil ég sjá Indiana Jones og Godfather myndirnar á DVD. Það hefur mikið verið talað um DVD útgáfur af Star Wars á netinu og margir bíða óþreyjufullir eftir þeim en George Lucas er ekkert að flýta sér að gefa þær út. Skv. síðustu fréttum kemur kannski Episode I á næsta ári en ég efast um að restin verði gefin út fyrr en árið 2002.