Langaði bara að vita eitt með þessa mynd.
Ég fór á hana í Sambíó-Keflavík, og sýningastjórinn stóð sig svo hrikalega vel að myndin fór alloft úr fókus og filman hætti í miðri mynd.. alveg æðisleg upplifun sem marr borgar fyrir!
En hérna, þar sem hún var alltaf inn/út úr fókus hætti maður að vera viss hvað var rétt og ekki, er það satt að hún var úr fókus VILJANDI á köflum?
Man t.d eftir þegar hann Max labbar með haglabyssuna þegar hann er á eftir Lupino, þá er eins og haglabyssan sé úr fókus, en andlitið hans ekki? Was it my imagination? :O
Annars hörmulega leiðinleg mynd af mínu mati, vantaði meira af kúl narrator voice ;)
Og eitt! LÉLEGT slow motion drasl! Eins og þegar hann er búinn að lemja skrifstofugæjann, og hann heldur á pakkanum þegar SWAT liðið kemur… ég veit ekki með ykkur, en slow motion atriði af andliti Mark's þegar hann fattar hvað er á seyði er ekki beint í anda Max Payne!!
Og líka slowmotion atriðið þegar gæinn skýtur á Max ofan af brúnni inní vöruhúsinu, Max hoppar afturfyrir sig og skýtur, jújú, það var svo sem allt í lagi… en hvað um að fylgja höglunum eftir að vonda gæjanum? Og hvað var málið með að hann hittir fyrst bara UPPVIÐ Max, kúlan fer meðfram búknum, svo allt í einu byrjar hann að skjóta á tilraunarglösin sem eru 10m hægra megin við hann!?
Ég var með óbragð í munninum eftir etta :/