Dustin Hoffman er gamalkunnur leikari sem hefur leikið í mjög mörgum myndum á ferli sínum. Hann fæddist árið 1937 í Los Angeles, Bandaríkjunum.
Fyrsta myndin sem Dustin lék er jafnframt ein sú þekktasta semhann hefur leikið í og ég er að sjálfsögðu að tala um The Graduate sem kom út árið 1967. Myndin var tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna (þ.á.m. Dustin sem besti leikari í aðalhlutverki) en fékk aðeins eitt fyrir leikstjórn (Mike Nichols). Aðeins 2 árum síðar lék hann við hlið Jon Voight í kvikmyndinni Midnight Cowboy og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir að vera besti leikari í aðalhlutverki en persónan sem hann lék (Ricko “Ratso” Rizzo) var bækluð. Ári seinna (1970) kom myndin The Little Big Man út en þar lék hann aðalhlutverk ásamt Faye Dunaway. Árið 1974 fékk Dustin sína þriðju Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lenny undir leikstjórn Bob Fosse sem á að baki myndirnar Cabaret og All that Jazz. Árið 1976 lék Dustin í stjórnmálamyndinni, All the President´s Men sem er leikstýrð af Alan J. Pakula. Aðrir sem léku stór hlutverk í henni eru: Robert Reford, Jack Warden, Jane Alexander og Martin Balsam. Árið 1979 fékk Dustin sinn fyrsta Óskar fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kramer vs. Kramer en í henni lék hann með Meryl Streep undir leikstjórn Robert Benton. Kvikmyndin Kramer vs. Kramer fékk einnnig Óskarsverðlaun fyrir að vera besta mynd ársins 1979. Árið 1982 brá Dustin sér í nokkuð óvenjulegt hlutverk þegar hann tók að sér að leika Michael Dorsey/Dorothy Michaels en eins og flestir vita er Dorothy kona. Dustin var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni en Ben Kingsley fékk Óskarinn þetta ár fyrir frábæra túlkun sína á Matahma Gandhi. Árið 1988 kom hápunktur ferils Hoffman´s (að mínu mati) þegar hann lék einhverfa manninn Raymond Babbitt undir leikstjórn Barry Lewinson. Dustin fékk verðskuldaðan Óskar fyrir leik sinn í myndinni.
Síðustu ár hefur Dustin leikið í mörgum góðum og ólíkum myndum en af þeim má nefna: Dick Tracy, Hook, Outbreak, American Buffalo og Wag the Dog. Næsta mynd hans mun verða Goodbye Hello en leikkonurnar Susan Sarandon og Holly Hunter leika einnig stór hlutverk í henni.
Mér finnst myndirnar The Graduate og Rain Man standa upp úr hjá Hoffman en Midnight Cowboy er að mínu mati nokkuð ofmetin mynd þó svo að Dustin fari á kostum í henni en hver er að fíla svona söguþráð?