Hmmm… það hljómar frekar flókið. En ég skal reyna.
Það eru tvær aðal Batman ongoing seríur (og hafa verið í gangi síðan í kringum 1940) Detective Comics og Batman. Þær koma út í 20-bls. eintökum.
Svo eru líka hinar ýmsu myndasögur í bókalengd sem hafa verið gefnar út um hann. Og önnur blöð; eins og Superman/Batman og Trinity, þar sem hann er í stóru hlutverki. Og All-Star Batman & Robin (sem á að sökka… auk þess sem hún gerist í öðrum heimi) eftir Frank Miller.
Hér er listi yfir bækurnar sem gerast fyrstu árin hans (allar frekar nýlegar):
http://www.comicmix.com/news/2008/03/24/11-batman-stories-to-read-before-watching-the-dark-knight/Batman blöðin sjálf eru þau sem eru að fá mesta athygli núna. Og hafa flest nýjustu blöðin verið gefin út kiljum sem fást í Nexus.
Nýjustu bækurnar í þeim flokki eru:
Hush - Batman #608-619
Broken City - Batman #620-625
As the Crow Flies - Batman #626-630
Under the Hood - Batman #635-641, 645-650
Face the Face - Batman #651-654, Detective Comics #817-820
Batman & Son - Batman #655-658, 663-666
The Black Glove - Batman #667-669, 672-675
Og svo er ein stærsta Batman sagan í lengri tíma; “Batman: R.I.P.” í gangi núna og mun koma út sem bók eftir einhverja mánuði. Eftir það tekur Neil Gaiman, höfundur Stardust, við skrifum blaðanna.
Svo er myndasögusíða IGN.com mjög góður staður til að komast inn í þetta. Það eru bara því miður slatti af spoilerum þar. Þeir eru m.a. með lista yfir 25 bestu Batman bækur allra tíma þar.