Topp5.is
Mýrin endurgerð í Hollywood
03/10 '08
Framleiðslufyrirtækið Overtune Films hefur tryggt sér réttinn til að endurgera Mýrina í leikstjórn Baltasar Kormáks, eftir sögu Arnalds Indriðasonar. Baltasar verður framleiðandi á myndinni. Endurgerðin mun gerast í litlum smábæ í Louisiana.
Michael Ross hefur verið ráðinn til að skrifa handritið á myndinni, en engar upplýsingar um fyrri handritsverk liggja fyrir.
Mýrin og Baltasar hlutu aðalverðlaunin á tékknesku kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary og var myndin forval Íslands til Óskarsverðlaunanna á síðasta ári. Baltasar er um þessar mundir að leggja lokahönd á Hollywood kvikmynd sína, Run for Her Life með Diane Kruger, Dermot Mulroney og Sam Shepard í aðalhlutverkunum. Einnig leikur Baltasar aðalhlutverkið í Reykjavík-Rotterdam sem er frumsýnd núna um helgina, sjá bíóbrot.
Mýrinni var almennt tekið vel vestanhafs en hún var sýnd í völdum kvikmyndahúsum í Los Angeles og New York og einnig var hún sýnd sem hluti af VOD-myndum IFC Films.
Já, þetta verður spes.