Nú var ég að heyra það frá þriðju manneskjunni af fyrra bragði að næsti hluti LOTR muni verða flutt fram til sýningar núna um páskana og svo seinasta myndin um næstu jól. Framleiðendurnir vilji notfæra sér æðið sem er í gangi og til hvers líka að bíða með það sem tilbúið er. (skylst að tæknibrelluvinnsla á mynd 2 sé komin vel á skrið, og verði lokið fyrir páska).
Fyrst þegar ég heyrði þetta tapaði ég mér af gleði og rauk á netið til að finna e-h staðfestingu á þessu. Það er hinsvegar hvergi minnst á þetta. þar féll minn trúnaður á þessum rumor.
Svo hef ég núna heyrt það sama frá sitthvorum manninum og þeir búa á sitthvoru landshorninu og þekkja sko ekki hvorn annan, nákvæmlega sömu söguna. Hvað vitið þið um þetta?
Hver er sannleikurinn?