Ef það stendur að það sé íslenskur texti þá er það sennilega rétt. Stundum er bara búin til ein útgáfa með grilljón textum til dreifingar í allri evrópu.
Varðandi verð. Ef þú lendir í tollinum þá borgar þú uppsett verð * 10% toll * 24,5% VSK + 250kr (sem Íslandspóstur tekur fyrir að ganga frá tolla málunum). Hins vegar þar sem hver diskur er sendur fyrir sig þá sleppa þeir stundum í gegnum toll. Ég hef pantað þrjá titla frá þeim, 2 sluppu í gegn, 1 lenti í toll.
Með tolli er verð á diskunum svipað og það gerist best hér. Þ.e. álíka dýrt og á stöðum eins og B.T. og jafnvel eilítið ódýrara fyrir suma titla (Play er með gott úrval af ‘budget’ titlum). Ef þú sleppur við tollinn þá ertu að spara nokkurn pening. Þannig að ef Play er ekki hreinlega dýrari en BT (með tolli) þá borgar sig að panta frá þeim.
Eitt enn, þeir segja að það taki 3-5 daga að fá diskanna. Það hefur tekið um 10-14 daga að koma til mín.